Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Pattersonsvæðið hreinsað af sprengjum
Föstudagur 29. apríl 2005 kl. 13:21

Pattersonsvæðið hreinsað af sprengjum

9.8 milljónum verður varið í að hreinsa Pattersonsvæðið af sprengjum. Eftir tilllögu utanríkis- og dómsmálaráðherra ákvað ríkisstjórnin að koma málinu að á fjáraukalögum ársins 2005. Ætlunin er að hreinsa sprengjuæfingasvæðið á Patterson nálægt varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur á vefsíðu Morgunblaðsins.

Nú þegar er vinna hafin, við reglubundið eftirliti Sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunar kom í ljós að mikið er af virkum sprengjum á svæðinu og óttast er að fleiri leynist þar.

Almenningur er beðin um að halda sig frá Pattersonsvæðinu og hafa verið settir upp vegtálmar auk þess sem unnið er að setja upp aðvörunarskilti. Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar hefur þekkingu og tækjakost til verksins en talið er að það geti tekið allt undir ár að hreinsa svæðið.

Þörf er á að bæta við tveimur sprengjufræðingum og þeir verða fengnir með tilflutningi innan Gæslunnar.  Er um að ræða einstaklinga sem hafa fengið þjálfun til sprengjuleitar en hafa gegnt öðrum verkefnum. Nýjir menn verða ráðnir í þeirra fyrri störf.

Mynd frá Pattersonsvæðinu síðasta sumar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024