Pattaraleg og kíkti á glugga
Nú þegar hitinn er orðinn meiri og á sólríkum dögum þá gera ýmis kvikindi úr náttúrunni vart við sig í híbýlum manna. Köngulær virðast valda þar mestum hrolli, því þær virðast alltaf verða stærri og stærri með hverju sumrinu sem líður.
Lesandi kom með þessa krosskönguló í heimsókn til Víkurfrétta. Hún hafði verið að kíkja á stofugluggann og spunnið vef sinn þar.
Það er alltaf jafn skemmtilega hrollvekjandi að fá svona kvikindi í myndatöku. Þessi könguló hefur verið til í íslenskri náttúru um langa hríð og enginn nýr landnemi hér á landi.
VF-mynd: Hilmar Bragi