Pattaraleg könguló í Keflavík
Dýraríkið virðist vera í miklum ham þessa dagana og skordýrin hafa aldrei verið feitari eða pattaralegri. Ágætur bæjarbúi kom með þessa myndarlegu könguló í krukku til okkar á ritstjórnina.Ekki vitum við hvaða gripur þetta er en það fylgdi sögunni að hún gæti bitið og það bit myndi bæði valda sviða og kláða. Við seljum það ekki dýrara en við keyptum og leyfum ykkur að njóta "hlussunnar" sem hér hefur gamlan yddara til samanburðar.