Páskakveðjur til lesenda vf.is
Það er rólegt yfir mannlífinu á starfssvæði vf.is. Á Suðurnesjum er varla fólk á ferli. Hestamenn fjölmenntu í páskareið hina síðari nú eftir hádegið, en annars má segja að mannlífið sé með rólegasta móti. Sömu sögu er að segja úr Hafnarfirði. Starfsfólk www.vf.is á Suðurnesjum og í Hafnarfirði óskar lesendum sínum gleðilegrar páskahátíðar.