Páskablað Víkurfrétta komið út
Víkurfréttir eru komnar út í rafrænu formi en prentaðri útgáfu blaðsins verður dreift á alla okkar dreifingarstaði á morgun, miðvikudag.
Blaðið er 24 síður og troðfullt af áhugaverðu lesefni. Olíukóngurinn, Steinar Sigtryggsson, er að leggja dælunni eftir 50 ára starf. Hann er í myndarlegu páskaviðtali í blaði vikunnar.
Helguvíkurbruninn um liðna helgi er stærsta verkefni sem Brunavarnir Suðurnesja hafa tekist á hendur í 109 ára sögu slökkviliðs í bænum. Rætt er við Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóra um málið.
Rætt er við Ölmu D. Möller landlækni og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í blaðinu en þau voru á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þegar ný og endurbætt röntgendeild var opnuð. Endurbætur standa nú yfir á HSS með það að markmiði að bæta alla þjónustu við íbúa Suðurnesja. Allt um það í blaðinu.
Fasir liðir eru á sínum stað og myndarleg umfjöllun um íþróttir.