Par frá Nígeríu stöðvað í Leifsstöð
Á föstudag handtók lögreglan á Keflavíkurflugvelli karlmann og konu frá Nígeríu þar sem þau framvísuðu flótamannavegabréfum sem lögregla telur að séu stolin. Fólkið var á leið til Íslands frá Kaupmannahöfn í gegnum Mílanó, en fólkið er á þrítugsaldri. Á meðan verið er að skoða mál fólksins eru þau í umsjá lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli í Leifsstöð.