Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Par Ðar, AvÓkA og SíGull með verðlaun í Músíktilraunum
Tveir meðlimir hljómsveitarinnar Par Ðar.
Mánudagur 30. mars 2015 kl. 10:12

Par Ðar, AvÓkA og SíGull með verðlaun í Músíktilraunum

Báðar úr Reykjanesbæ.

Hljómsveitirnar Par Ðar og AvÓkA hrepptu 2. og 3. sætið í Músíktilraunum 2015 sem haldnar voru um helgina. Einnig fékk sveitin SíGull verðlaun sem hljómsveit fólksins. Það var hljómsveitin Rythmatik sem sigraði. Einnig fékk hljómsveitin Par Ðar verðlaun fyrir íslenskan texta og Eyþór Eyjólfsson og Arnar Ingólfsson úr AvÓkA voru kosnir bestu trommurleikarinn og bassaleikarinn. 

Önnur verðlaun í keppninni voru á þessa leið:

Hljómsveit fólksins - SíGull
Einstaklingsverðlaun 2015 hlutu:

Gítar:
 Hrafnkell Hugi Vernharðsson / Rythmatik
Hljómborð:
 Magnús Jóhann Ragnarsson / Electric Elephant
Trommur:
 Eyþór Eyjólfsson Par-Ðar / SíGull / AvÓkA
Bassi:
 Arnar Ingólfsson Par-Ðar / SíGull / AvÓkA
Söngvari:
 Þórdís Björk Þorfinnsdóttir / C A L I C U T
Rafheili:
 Auðunn Lúthersson / C A L I C U T
Verðlaun fyrir íslenska texta.
Par-Ðar
 
Reykjanesbær stendur sannarlega enn undir nafni sem tónlistarbær Íslands. Sigurvegarar Samfés og Rímnaflæðis í ár eru einnig úr Reykjanesbæ. Framtíðin er augljóslega björt hér í bæ.
 
Nánar verður fjallað um sveitirnar þrjár í næsta tölublaði Víkurfrétta. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024