Pallur fauk á flugvél og skemmdi hana
Skemmdir urðu á flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli í gærdag, þegar pallur sem notaður var til að brúa bil milli vélarinnar og bifreiðar, sem sem flutti vistir í vélina, fauk upp í vindhviðu. Pallurinn fauk á flugvélina og olli talsverðu tjóni á henni.
Mjög hvasst var á þessum slóðum í gær og sló vindurinn upp í rúmlega 40 metra á sekúndu í hviðum. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins.