Páll Jónsson GK hættur á línu og kominn á net
Páll Jónsson GK kom inn til löndunar á Hornafirði í nótt eftir um fimm daga veiðiferð. Aflinn var 143 kör af fiski eða nálægt 60 tonnum. Það er ekki í frásögur færandi en það sem vekur athygli er að skipið, sem verið hefur á línuveiðum, var þarna í sínum fyrsta netaróðri en skip Vísis hf. í Grindavík hafa ekki verið á netum frá því að Sæborg GK var og hét.-- Ég er ekki sammála því að við séum að svíkja lit því það stóð alltaf til að við færum á net þegar skipið var keypt til Vísis hf. og því var breytt til línu- og netaveiða, sagði Gísli Jónsson skipstjóri er InterSeafood.com náði tali af honum á Hornafirði í morgun. Gísli segir það reyndar vera merki um að menn séu orðnir rosknir þegar þeir skipti af netum yfir á línu og væntanlega sýni þetta því að skipstjóri og áhöfn Páls Jónssonar GK séu spræk og á besta aldri.
-- Við byrjuðum þennan róður í Meðallandsbugtinni og tókum svo síðustu lögnina út af Hornafirði. Uppistaða aflans var þorskur yfir átta kílóum að þyngd en við vorum einnig með 47 kör af ufsa. Mest vorum við með átta trossur í sjó og aflinn var slægður og ísaður um borð. Annars háði vélarbilun okkur svo að segja allan túrinn og það er núna verið að gera við og ég á von á því að við komumst aftur út í kvöld, sagði Gísli Jónsson.
Aflanum af Páli Jónssyni GK var ekið til Djúpavogs þar sem þorskurinn verður flattur og saltaður hjá Búlandstindi hf. Flatning hefur ekki verið stunduð hjá Búlandstindi um langt skeið en þar hefur línuþorskurinn verið flakaður og saltaður fram að þessu.
Interseafood.com greinir frá.
-- Við byrjuðum þennan róður í Meðallandsbugtinni og tókum svo síðustu lögnina út af Hornafirði. Uppistaða aflans var þorskur yfir átta kílóum að þyngd en við vorum einnig með 47 kör af ufsa. Mest vorum við með átta trossur í sjó og aflinn var slægður og ísaður um borð. Annars háði vélarbilun okkur svo að segja allan túrinn og það er núna verið að gera við og ég á von á því að við komumst aftur út í kvöld, sagði Gísli Jónsson.
Aflanum af Páli Jónssyni GK var ekið til Djúpavogs þar sem þorskurinn verður flattur og saltaður hjá Búlandstindi hf. Flatning hefur ekki verið stunduð hjá Búlandstindi um langt skeið en þar hefur línuþorskurinn verið flakaður og saltaður fram að þessu.
Interseafood.com greinir frá.