Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Pabbi, sjáðu... oj!
Laugardagur 14. desember 2002 kl. 19:43

Pabbi, sjáðu... oj!

Sorpeyðingarstöð Suðurnesja var ekki árennileg síðdegis í gær. Upp úr strompi stöðvarinnar kom sótsvartur reykjarmökkur og rúmlega tveggja ára sonur ljósmyndarans benti út um bílgluggann hjá föður sínum og sagði: Pabbi, sjáðu... oj! Barninu þótti þessi sorpbrennsla Suðurnesjamanna greinilega vera það tæki sem býr til nóttina, því hann bætti við: Myrkur!Það má taka undir það með barninu að reykjarmökkurinn var þykkur og daunillur þegar nær var komið. Án efa hafa starfsmenn sorpeyðingarstöðvarinnar verið að brenna það sem Suðurnesjamenn hafa hent í tunnurnar í jólahreingerningum sínum. Desember er líka sá mánuður þar sem mikið fellur til af sorpi, enda mikil innkaup og neysla sem á sér stað í kringum jól og áramót.
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja er líka barn síns tíma og brátt mun hún heyra sögunni til í þessari mynd og ný og fullkomnari stöð mun opna í Helguvík.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024