Óvíst með nýtingu olíutanka í Helguvík
Mannvirkjasjóður Atlantshafsbandalagsins NATO hafði ný fallist á að íslensk olíufélög fengju afnot af olíumannvirkjunum í Helguvík, til að þurfa ekki að aka öllu flugvélaeldsneyti frá Reykjavík, þegar Varnarliðið tilkynnti um brottför sína og málið fór í uppnám. NFS greinir frá þessu í dag
Áður höfðu bandarísk stjórnvöld fallist á það fyrir sitt leiti þannig að ekkert átti að vera því til fyrirstöðu að olíufélögin lönduðu öllu þotueldsneyti fyrir farþegavélar, sem fara um Keflavíkurflugvöll í Helguvík, í stað þess að landa því í Örfyrirsey í Reykjavík, aka því í gegnum borgina og eftir Reykjanesbrautinni upp á völl. Auk þess hefði stórlega dregið úr geymsluþörfinni í Örfyrirsey, en þar eru nú að jafnaði geymdar 80 til 85 milljónir lítra af eldsneyti og er hluti af því svonefndar öryggisbirgðir, sem gætu líka verið í Helguvík. Allt er þetta nú í uppnámi þar sem óráðið er hvernig varnarliðið muni verja eignum sínum í Helguvík eftir brottflutninginn, og hversu lengi NATO sér ástæðu til að halda sínum mannvirkjum þar við. Eins og NFS greindi frá í fréttum í gær er það í málefnasamningi núveriandi meirihlutaflokka í borgarstjórn að losna við olíubirgðastöðina úr Örfyrirsey, sem er að verða ein aðal olíubigrðastöð í landinu, og skipuleggja þar íbúðabyggð.
Frétt frá NFS
Áður höfðu bandarísk stjórnvöld fallist á það fyrir sitt leiti þannig að ekkert átti að vera því til fyrirstöðu að olíufélögin lönduðu öllu þotueldsneyti fyrir farþegavélar, sem fara um Keflavíkurflugvöll í Helguvík, í stað þess að landa því í Örfyrirsey í Reykjavík, aka því í gegnum borgina og eftir Reykjanesbrautinni upp á völl. Auk þess hefði stórlega dregið úr geymsluþörfinni í Örfyrirsey, en þar eru nú að jafnaði geymdar 80 til 85 milljónir lítra af eldsneyti og er hluti af því svonefndar öryggisbirgðir, sem gætu líka verið í Helguvík. Allt er þetta nú í uppnámi þar sem óráðið er hvernig varnarliðið muni verja eignum sínum í Helguvík eftir brottflutninginn, og hversu lengi NATO sér ástæðu til að halda sínum mannvirkjum þar við. Eins og NFS greindi frá í fréttum í gær er það í málefnasamningi núveriandi meirihlutaflokka í borgarstjórn að losna við olíubirgðastöðina úr Örfyrirsey, sem er að verða ein aðal olíubigrðastöð í landinu, og skipuleggja þar íbúðabyggð.
Frétt frá NFS