Óvíst með framhald varnarsamningsins
Viðræður um varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna hefjast á fimmtudag. Íslensk stjórnvöld leggja áherslu á loftvarnir. Vitnisburður Donalds Rumsfelds, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fyrir rúmu ári bendir til þess að Bandaríkjamenn vilji loka eða draga stórlega úr starfseminni í Keflavík. Það bar nokkuð brátt að en íslensk og bandarísk stjórnvöld ákváðu að hefja undirbúningsviðræður um framtíð varnarsamstarfs á fimmtudag. Strax á morgun kemur aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna til landsins. Að sögn Sturlu Sigurjónssonar hjá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins verður lögð áhersla á að loftvarnir landsins verði tryggðar og vonast stjórnvöldum eftir skýrum skilaboðum frá bandarískum yfirvöldum.
Áhersla á loftvarnir þýðir í raun að áfram verði orrustuþotur á Keflavíkurflugvelli en talið er að Bandaríkjamenn vilji með öllu fjarlægja þoturnar þaðan. Það hefði í för með sér að þyrlusveit varnarliðsins færi og raunar væri tilgangur stöðvarinnar lítill, þar sem hún sér einkum um að þjónusta þoturnar.
Sturla leggur áherslu á að nú sé aðeins um aðdraganda formlegra viðræðna að ræða en þetta séu ekki hinar eiginlegu samningaviðræður.
Vísir.is greinir frá þessu í kvöld.
Áhersla á loftvarnir þýðir í raun að áfram verði orrustuþotur á Keflavíkurflugvelli en talið er að Bandaríkjamenn vilji með öllu fjarlægja þoturnar þaðan. Það hefði í för með sér að þyrlusveit varnarliðsins færi og raunar væri tilgangur stöðvarinnar lítill, þar sem hún sér einkum um að þjónusta þoturnar.
Sturla leggur áherslu á að nú sé aðeins um aðdraganda formlegra viðræðna að ræða en þetta séu ekki hinar eiginlegu samningaviðræður.
Vísir.is greinir frá þessu í kvöld.