Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óvíst með aðkomu ríkisins að milljarða framkvæmd við Helguvíkurhöfn
Þriðjudagur 20. október 2009 kl. 09:29

Óvíst með aðkomu ríkisins að milljarða framkvæmd við Helguvíkurhöfn


Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ kalla eftir svörum við því hvort ríkið ætli að koma að þeim viðamiklu hafnarframkvæmdum sem fyrirhugaðar eru í Helguvík vegna álversins. Reykjanesbær hefur ítrekað leitað eftir svörum frá ráðuneytum siglinga og samgöngumála en verkið hefur ekki verið sett á samgönguáætlun. Þess vegna er ekkert fjármagn eyrnamerkt hafnargerðinni, samkvæmt því sem fram kemur í Fréttablaðinu í dag.

Haft er eftir Kristjáni Möller, samgönguráðherra, að ekkert fjármagn hafi verið eyrnamerkt framkvæmdinni enda komi ríkið ekki að hafnarframkvæmdum sem þessum eins og samþykkt hafi verið með nýjum hafnalögum frá 2003.

Framkvæmdin í heild mun kosta um tvo milljarða króna og hlutur ríkisins yrði um helmingur þeirrar upphæðar, samkvæmt fyrri loforðum sem bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ telja sig hafa fengið frá fyrri yfirvöldum. Núverandi yfirvöld telja sig hins vegar ekki bundin af þeim loforðum, samkvæmt því sem Fréttablaðið hefur eftir samgöngumálaráðherra.

Verði Reykjanesbær að standa einn að framkvæmdinni þyrfti að fara í lántöku sem gæti reynst þrautinni þyngri.

Sjá frétt visir.is hér

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmynd/Oddgeir Karlsson - Unnið að dýpkunarframkvæmdum í Helguvíkurhöfn.