Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óvíst hvenær hraðaeftirlit hefst á Grindavíkurvegi
Fimmtudagur 3. janúar 2019 kl. 11:52

Óvíst hvenær hraðaeftirlit hefst á Grindavíkurvegi

- Ríkislögreglustjóri enn ekki gefið formlegt samþykki fyrir notkun búnaðarins

Óvíst er hvenær hraðaeftirlit hefst á Grindavíkurvegi. Enn eru ýmsar prófanir eftir á þeim meðalhraðamyndavélum sem komnar eru upp á Grindavíkurvegi. Á vef Grindavíkurbæjar segir að margir bæjarbúar hafa velt því fyrir sér hvort byrjað sé að mæla meðalhraðann en svo er ekki. 
 
Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðadeildar Vegagerðarinnar sagði í samtali við grindavik.is að ekkert væri hægt að setja til um hvenær mælingar myndu hefjast.  Ríkislögreglustjóri hefði enn ekki gefið formlegt samþykki fyrir notkun búnaðarins, m.a. vegna frumvarps til laga um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi sem er í smíðum. 
 
Aðspurð hvers vegna myndavélin mæli ekki þá umferð sem fer í Bláa Lónið, heldur aðeins þá sem fer til Grindavíkur sagði hún að upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að mæla meðalhraða á kaflanum milli Reykjanesbrautar og Bláalónsvegar. Eftir að ákveðið var að hefja breikkun Grindavíkurvegar á þeim kafla var ákveðið að breyta staðsetningunni. 
 
„Varðandi staðsetninguna þá lá fyrir að vegna framkvæmda við breikkun væri ekki hægt að setja búnaðinn á þann kafla Grindavíkurvegar, þar sem það var upphaflega fyrirhugað, þannig að það var óhjákvæmilegt að breyta staðsetningunni,“ segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðadeildar Vegagerðarinnar, í samtali við grindavik.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024