Óviðunandi skýringar á sorphirðuleysi í Vogum
Sorphirðu í Sveitarfélaginu Vogum var að einhverju leyti ábótavant um síðustu jól og áramót, a.m.k. í hluta sveitarfélagsins. Málið var tekið upp á fundi bæjarráðs Voga. Bæjarráðið hefur óskað skýringa af hálfu Kölku og verktaka þess í sorphirðu.
Björn Sæbjörnsson f.h. D-listans bókaði að hann harmar þær vanefndir sem voru á sorphirðu í sveitarfélaginu í kringum hátíðarnar og telur þær skýringar sem gefnar hafa verið algjörlega óviðunandi.