Óviðeigandi listsköpun í íbúðagötu
Börn að leik við Garðaveg í Keflavík höfðu ástæðu í dag til að spyrja foreldra sína út í mynd sem hafði verið máluð á götuna. Það mátti sjá risastóra mynd af fígúru með stór brjóst og getnaðarlim.Án efa hefur þetta átt að vera fyndið hjá þeim sem gerði myndina, en hann ekki gætt að því að þarna voru börn að leik sem sáu teikninguna. Unnið var við malbikun götunnar í dag og nú hefur myndin horfið undir svart malbikið.
Hvort starfsmenn við malbikunarvinnuna eru ábyrgir fyrir myndinni er ekki vitað en eitt er víst að listsköpun sem þessi á ekki heima í íbúðagötum.






