Óvenjuleg bílalest
Heldur óvenjuleg sjón blasti við vegfarendum á Sandgerðisvegi seint í gærkvöldi þegar fyrirferðamikil bílalest ók eftir veginum. Þar voru á ferð fimm flutningabílar, hver með eina skólastofu í farminum. Hver stofa er 82 fermetrar og 17 tonn.
Um er að ræða lausu skólastofurnar eða kálfana af lóð grunnskólans. Eins og kunnugt er hafa framkvæmdir staðið yfir við byggingu nýrrar skólaálmu þannig að ekki var lengur þörf á þessum skólastofum. Þær munu samt þjóna hlutverki sínu áfram en framvegis við aðra skóla í Mosfellsbæ.
Mynd/www.245.is