Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Óvenju margir ölvaðir í umferðinni á Suðurnesjum
Þriðjudagur 19. október 2010 kl. 11:54

Óvenju margir ölvaðir í umferðinni á Suðurnesjum

Óvenju margir hafa verið ölvaðir í umferðinni á Suðurnesjum á síðustu dögum. Sex einstaklingar hafa verið teknir fyrir ölvunarakstursbrot vikuna 11. til 18. október og þar af voru fimm brotanna framin um sl. helgi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum lentu tveir ölvaðir ökumenn í umferðaróhöppum. Annar þeirra ók á ljósastaur í Reykjanesbæ en hinn velti bíl sínum á Reykjanesbraut.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Það sem af er þessu ári hafa 77 einstaklingar verið teknir fyrir ölvunarakstursbrot. Það er mikil fækkun frá síðasta ári, þegar sem 112 höfðu verið teknir á sama tíma og enn meiri fækkun frá því 2008 þegar 150 einstaklingar höfðu verið teknir fyrir ölvunarakstursbrot á þessum tíma árs.