Fréttir

Óvelkomin kanna á forsíðu Víkurfrétta
Fimmtudagur 21. júlí 2016 kl. 11:11

Óvelkomin kanna á forsíðu Víkurfrétta

Glöggir lesendur sem hafa fengið blað vikunnar í hendurnar hafa eflaust rekið augun í flennistóra villu á forsíðu blaðsins. Prentvillupúkinn alræmdi mætti með látum án þess að nokkur yrði hans var. Þar er um að ræða viðtal við Ragnheiði Elínu iðnaðar- og viðskiptaráðherra, en þar er hún m.a. spurð út í könnun sem stuðningsmenn Elliða Vignissonar létu gera á dögunum.

Það má vel vera að Ragnheiður sé sérstök áhugamanneskja um könnur. Það má vera að hún taki sérstaklega mark á stórum könnum, en það var ekki umræðuefni þessa viðtals og því er fyrirsögnin kolröng. Fyrirsögning fór svona í loftið af einhverjum ástæðum og er einfaldlega um mannleg mistök að ræða. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024