Óveður kann að raska flugsamgöngum
Vegna veðurs getur orðið röskun á flugi til og frá Keflavíkurflugvelli og um innanlandsflugvelli frá morgni laugardagsins 31. desember fram á sunnudaginn 1. janúar 2023. Veðurspá gerir ráð fyrir töluverðum vindi og snjókomu. Farþegar eru hvattir til að fylgjast með upplýsingum um ástand vega, veður og flugtíma á vef Isavia og hjá viðkomandi flugfélögum, Vegagerðinni og Veðurstofu.