Óveður hafði áhrif á flugsamgöngur

Óveðrið í morgun hafði áhrif á flugsamgöngur um Keflavíkurflugvöll. Flugi frá Ameríku var seinkað vegna veðursins. 
 
Þá þurftu farþegar að bíða í flugvélum á flugvélastæðum þar til veður lægði svo hægt væri að koma landgöngutækjum að þeim. 
 
Þeir farþegar sem lengst biðu voru í 80 mínútur í flugvélum á stæðum við flugstöðina. 
 
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar farþegar komu frá borði einnar vélar Icelandair um kl. 10 í morgun. 
 
VF-mynd: Hilmar Bragi