Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óveður á Reykja­nes­braut og Grindavíkurvegi
Við Rósaselstorg á Reykjanesbraut kl. 13:40. Mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar.
Sunnudagur 30. nóvember 2014 kl. 13:49

Óveður á Reykja­nes­braut og Grindavíkurvegi

Byrjað er að hvessa á suðvest­ur­horni lands­ins og komið óveður á Reykja­nes­braut, Grinda­vík­ur­vegi, á Kjal­ar­nesi og und­ir Eyja­fjöll­um, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni.

Hviður verða 35-45 m/​s á ut­an­verðu Kjal­ar­nesi og Hafn­ar­fjalli og eins var­huga­verður vind­ur á Reykja­nes­braut­inni. Læg­ir held­ur í skamma stund síðdeg­is áður en skell­ur á með SV-átt, fyrst á Suður­nesj­um. Í kvöld og fram­an af nóttu verður sums staðar ofsa­veður, meðal­vind­ur allt að 25-30 m/​s, sér­stak­lega um landið norðvest­an­vert og á annesj­um norðan­lands und­ir miðnætti.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024