ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Fréttir

Óveðrið í kvöld: „Með því versta sem við sjáum“
Fimmtudagur 21. janúar 2010 kl. 11:59

Óveðrið í kvöld: „Með því versta sem við sjáum“


Illviðrið sem nú er í aðsigi er með því verra sem við sjáum, segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur á veðurbloggi sínu.  Um landið sunnanvert er reiknað með að meðalvindur verði allt að 25 m/s. Búist er við að óveðrið nái hámarki suðvestanlands milli klukkan 17 og 20 í kvöld. „Þessu fylgir ausandi rigning á meðan verst lætur.  Gengur hratt niður í kjölfar þess að það nær hámarki,“ segir Einar sem býst við að veðurhæðin á Reykjanesbraut verið um 25 m/s um kvöldmatarleytið.

Rétt er að brýna fyrir fólki að gæta að lausum munum sem auðveldlega geta fokið af stað og valdið tjóni í veðri sem þessu.

Á meðfylgjandi veðurkortum af belgingur.is má sjá hvernig útlitið er kl. 15 (efra kortið) og svo aftur kl. 19 í dag. Hvert strik í vindörinni táknar 5 m/s. Flagg í örinni táknar 25 m/s. Af þessu má ráða að vindur verði meiri á sunnanverðum Reykjanesskaganum þannig að Grindvíkingar mega búast við hinu versta.  Talsverð úrkoma mun fylgja þessu eins og litaskalinn sýnir.


Veðurblogg Einars Sveinbjörnssonar

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25