Þriðjudagur 21. júní 2005 kl. 22:33
Óvarinn vörubílsfarmur olli tjóni

Tilkynnt var til lögreglu að vörubifreið hafi verið ekið eftir Reykjanesbraut áleiðis til Keflavíkur og hafi jarðvegur fokið af palli hennar og yfir bifreið sem ekið var í gagnstæða átt. Ekki er vitað hvaða vörubifreið á hlut að máli en töluverðar lakkskemmdir urðu á bifreiðinni.
Töluvert hefur borið á því að vörubifreiðastjórar gangi ekki nægjanlega vel frá farmi og noti ekki yfirbreiðslur. Vörubifreiðastjórar verða að taka sig á í þessum efnum, segir á vef lögreglunnar í Keflavík nú í kvöld.