Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óttast að Seltún hverfi í gufu
Mánudagur 26. febrúar 2007 kl. 22:18

Óttast að Seltún hverfi í gufu

Umhverfisverndarsinnar óttast aðein sérstæðasta náttúruperla Reykjaness, Seltún í Krýsuvík, verði óaðgengilegri fyrir ferðamenn og aðra náttúruunnendur með frekari virkjanaborunum í nágrenninu.

Fordæmi fyrir slíku finnast hjá Gunnuhver á Reykjanesi, en virkni þess svæðis jókst verulega með tilkomu Reykjanesvirkjunar. Það kemur reyndar ekki að mikilli sök við Gunnuhver þar sem breyta má aðkomu að hverunum, en Seltún er í þröngu gili þar sem lítill möguleiki er á slíkum tilfærslum.

– Sjá nánar í Vefsjónvarpi Víkurfrétta á forsíðu vf.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024