ÓTRÚLEGUR MANNFJÖLDI Í MIÐBÆNUM Á ÞORLÁKSMESSU
Þúsundir manna voru í miðbæ Keflavíkur á Þorláksmessukvöld. Þegar mest var er talið að á milli tvö og þrjú þúsund manns hafi verið á röltinu í miðbænum, í verslunum og á veitingahúsum bæjarins.Kaupmenn eru langflestir mjög ánægðir með jólaverslunina. Margir eru með aukningu frá því í fyrra.Jólasveinar og tónlistarfólk frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar setti svip sinn á jólafjörið og stemmninguna. Ljósmyndarar Víkurfrétta voru á jólaskónum á Þorláksmessu og tóku þá þessa mynd.