Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Ótrúlegt í nútíma markaðskerfi“
Föstudagur 26. október 2007 kl. 14:18

„Ótrúlegt í nútíma markaðskerfi“

Það er einkennilegur hvati að greiða umtalsverð lægra verð en markaðsverð fyrir byggðakvótafisk, segir í ályktun sem ársfundur fiskmarkaða hefur sent frá sér. Er þar vitnað í orð sjávarútvegsráðherra á landsfundi smábátaeigenda frá 18. október þar sem hann segir aðalatriðið að úthlutun byggðakvótans sé markviss og sanngjörn og dragi ekki úr þeirri „hvatingu sem þarf að vera til til staðar hjá útgerðum eins og annars staðar í atvinnulífinu; þ.e.a.s. hvatann til að standa sig vel og gera betur.”  

„Með þessum ólögum eru þeir aðilar sem að öðrum ólöstuðum standa sig hvað best í vinnslu og markaðssetningu á ferskum fiski útilokaðir frá því að eiga viðskipti með þann fisk sem er fyrirfram eyrnamerktur ákveðnum  aðilum á fyrirfram  ákveðnu verði,“ segir í ályktun fiskmarkaðanna.

Þar segir jafnframt að hömlur þær sem fylgi úthlutun byggðakvóta séu „órúlegar í nútíma markaðskerfi“. Sú ákvörðun að byggðakvóti skuli bundinn löndun og vinnslu á ákveðnum stöðum og jafnvel hjá ákveðnum aðilum „samrýmist illa númtímaviðskiptum“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024