Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óþefur angrar Grindvíkinga
Föstudagur 11. október 2002 kl. 10:31

Óþefur angrar Grindvíkinga

Óþefur frá fiskimjölsverksmiðjunni í Grindavík hefur verið að angra Grindvíkinga síðustu daga. Kvörtunum hefur rignt yfir yfirvöld vegna málsins. Fulltrúar Hollustuverndar fóru á staðinn í gær og könnuðu búnað og hráefni vinnslunnar.Verið er að bræða kolmuna í Grindavík og er hann mun lyktarmeiri en t.d. loðna og síld. Þá er hreinsibúnaður bræðslunnar kominn til ára sinna, samkvæmt frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi. Bræðslu kolmunans mun ljúka í dag og þá ættu Grindvíkingar að geta dregið andann að nýju.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024