Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ósýnileg - nýtt lag Elízu Newman
Föstudagur 14. október 2022 kl. 11:00

Ósýnileg - nýtt lag Elízu Newman

Tónlistarkonan Elíza Newman hefur gefið út nýtt lag, Ósýnileg.

Lagið er af væntanlegri breiðskífu Elízu, Wonder Days, sem kemur út 28. október og er hennar fimmta sólóplata.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hugmyndin að laginu kviknaði í framhaldi af METOO byltingunni og er einhvers konar endurspeglun á því hvernig það er að vera kona í dag. Lagið öðlaðist svo meiri dýpt eftir að Elíza gekk í gegnum erfið veikindi á Covid tímabilinu og þá einangrun sem því fylgdi - sem leiddi til þess að henni fannst hún í raun ósýnileg.
Lagið er ákall til kvenna því konur eru ofurafl og þær flytja fjöll þó svo þær geri það oftast án láta, yfirgangs og ofsa.

Lagið hefst sem róleg ballaða, en endar í brjáluðu rokki. Allur skalinn, sem endurspeglar að konur eru svo sannarlega ekki ósýnilegar.

Lagið er af komandi fimmtu breiðskífu Elízu, Wonder Days sem kemur út
28.október.

Lag og texti: Elíza Newman.
Upptöku stjórnaði Elíza Newman og Gísli K Kristjánsson. Hljóðblandað af Gísla Kristjánssyni. Elíza syngur og spilar á ukulele, gítar og hljómborð. Gísli trommar og spilar á gítar og bassa.

Hér má hlusta á lagið:
https://open.spotify.com/album/4ophH7oW1OpcIKcXBGz63e?si=r11a6K03Qs2uybaZ-xDq1g