Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ósvífinn ökumaður
Laugardagur 17. maí 2014 kl. 09:50

Ósvífinn ökumaður

Ökumaður um tvítugt var staðinn að ótal brotum á umferðarlögum í miðbæ Keflavíkur í vikunni. Háttarlag hans vakti athygli lögreglunnar á Suðurnesjun þegar hann reykspólaði við Keflavíkurhöfn, þannig að það söng og hvein í bílnum og mikinn reyk lagði frá honum. Síðan gafa ökumaður í af staðnum og mældist bifreið hans þá á 102 km. hraða þar sem hámarkshraði er 50 km. á klukkustund.

Lögreglumenn stöðvuðu för hans og bifreiðin sem hann ók reyndist vera ótryggð, án skráningarnúmera og sjálfur hafði hann ekki ökuskírteini meðferðis. Lögreglumenn lásu honum pistilinn og gerðu honum grein fyrir því að athæfið kostaði hann 90 þúsund krónur, 3ja mánaða ökuleyfissviptingu og þrjá refsipunkta í ökuferilsskrá.

Auk þessa ökumanns voru þrír aðrir sektaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni. Þá fjarlægði lögregla skráningarnúmer af fimm bifreiðum sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024