Fréttir

Össur Skarphéðinsson óheppinn í Reykjanesbæ
Föstudagur 23. júní 2017 kl. 14:28

Össur Skarphéðinsson óheppinn í Reykjanesbæ

-Vill byggja litlar og meðalstórar íbúðir

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sótti um tíu lóðir í Reykjanesbæ. Lóðirnar eru í Reynidal 4-14 í Innri-Njarðvík. Össur óskaði eftir skipulagsbreytingum vegna lóðanna. Þetta kemur fram í fundargerð Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar frá 13. júní sl. Þar sem fleiri sóttu um lóðirnar fór fram teningakast á miðvikudaginn. BIM lausnir slf fékk lóðirnar og því er einhver bið eftir því að Össur hefji byggingarframkvæmdir í Reykjanesbæ.

Össur hefur stofnað DESHÚS byggingafélag ehf. ásamt þeim Þórarni Magnússyni og Einari Karli Haraldsyni. Össur er skráður bæði sem framkvæmdastjóri og prókúruhafi félagsins. Tilgangur félagsins er almenn byggingastarfsemi og er þar einkum horft til lítilla og meðalstórra íbúða.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024