Osprey V-22 í Keflavík
Herflugvél af gerðinni Osprey V-22 hafði viðkomu í Keflavík í dag. Vélin vakti sannarlega athygli þegar hún tók á loft nú síðdegis. Vélin er mjög sérkennileg til vængjanna, en hún hefur bæði eiginleika flugvélar og þyrlu. Þannig tekur vélin á loft og lendir eins og þyrla.
Áhöfn vélarinnar skipa þrír menn, tveir flugmenn og flugliði. Þá getur hún flutt 24 hermenn með búnaði. Flugdrægni vélarinnar er um 3900 kílómetrar í ferjuflugi en rúmir 2000 kílómetrar í hernaði. Flughraði er um 500 km./klst.
Þróun þessarar flugvélar gekk ekki áfallalaust fyrir sig en nokkrar svona flugvélar hafa farist á þróunarferlinu.
Myndirnar með fréttinni eru annars vegar teknar þegar vélin fór frá Keflavík í dag og hins vegar mynd af netinu af samskonar vél, þar sem myndasmiður okkar var ekki nógu vel græjarður fyrir flugvélamyndatökur í dag.
Áhöfn vélarinnar skipa þrír menn, tveir flugmenn og flugliði. Þá getur hún flutt 24 hermenn með búnaði. Flugdrægni vélarinnar er um 3900 kílómetrar í ferjuflugi en rúmir 2000 kílómetrar í hernaði. Flughraði er um 500 km./klst.
Þróun þessarar flugvélar gekk ekki áfallalaust fyrir sig en nokkrar svona flugvélar hafa farist á þróunarferlinu.
Myndirnar með fréttinni eru annars vegar teknar þegar vélin fór frá Keflavík í dag og hins vegar mynd af netinu af samskonar vél, þar sem myndasmiður okkar var ekki nógu vel græjarður fyrir flugvélamyndatökur í dag.