Óslitin röð frá brekkubrún í Nátthagakrika og að eldstöðinni
Gríðarleg umferð fólks er nú á gönguleiðinni að eldgosinu í Meradölum. Ljósmyndari Víkurfrétta, Haukur Hilmarsson, var að koma úr leiðangri um svæðið og hann segir að það sé óslitin röð af fólki allt frá brekkubrún í Nátthagakrika og alveg að eldstöðinni. Þá eru öll bílastæði full og lagt við alla vegarslóða segir hann.
Meðfylgjandi eru tvær myndir sem sýna umferðina um gönguleiðina.