Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miðvikudagur 8. mars 2000 kl. 15:50

Öskudagsstemmning

Öskudagurinn var í dag með tilheyrandi grímubúningum og sprelli. Krakkarnir í Reykjanesbæ voru snemma á fótum og fóru á milli fyrirtækja syngjandi fyrir sælgæti. Í gærdag var síðan mikil öskudagshátíð í Reykjaneshöllinni þar sem „kötturinn“ var sleginn úr tunnunni. Að ofan er það hún Gunnhildur sem varð ketti ríkari. Það voru heldur ekki allir háir í loftinu eins og þessi beinagrind sem sló í tunnuna og mamma fylgdist með.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024