Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óskarsverðlaunaleikkona eyddi hveitibrauðsdögum á Íslandi
Þriðjudagur 5. ágúst 2003 kl. 09:56

Óskarsverðlaunaleikkona eyddi hveitibrauðsdögum á Íslandi

Óskarsverðlaunaleikkonan Emma Thompson og leikarinn Greg Wise eyddu hveitibrauðsdögum sínum á Íslandi. Þau yfirgáfu landið í morgun. Þau gáfu sig meðal annars á tal við starfsfólk í Leifsstöð í morgun og Emma gaf eiginhandaráritanir. Þá fylgir sögunni að þau hafi flutt mér sér úr landi fullan poka af KEA-skyri með þeim orðum að það væri það besta sem þau hefðu fengið.Emma Thompson, 44 ára, gekk að eiga Greg Wise, 37 ára, í Argyll í Skotlandi 29. júlí sl. Þau kynntust 1995 þegar þau léku saman í kvikmyndinni Sense and Sensibility. Emma hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni.

Ekki hafa fengist upplýsingar um hvar á landinu hjónin eyddu hveitibrauðsdögunum. Samkvæmt breska blaðinu Mirror héldu þau strax í brúðkaupsferðina eftir athöfnina í Skotlandi.

Myndin: Úr brúðkaupi Emmu Thompson og Greg Wise. Með þeim á myndinni er þriggja ára dóttir þeirra, Gaia. Mynd úr bresku pressunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024