Óskar opnar eftir breytingar
Breytingum á versluninni Óskar, áður Sportbúð Óskars, er nýlokið. Búðin hefur fengið nýtt andlit og Óskar Færseth, eigandi hennar, segir viðtökur hafa verið sérstaklega góðar.
„Ég er búinn að bæta við barnafatadeild þar sem ég er með föt frá OshKosh, Confetti og Calvin Klein. Barnafötin hafa verið mjög vinsæl og það virðist hafa vantað verslun með góð barnaföt hér á svæðið“, segir Óskar.
Úrval af íþróttavörum og vetrarfatnaði hefur aukist gríðarlega eftir breytingarnar og Óskar segist verða var við að fólk sé farið að versla fyrir jólin, sérstaklega barnafötin.
„Ég er með vörur á stórlækkuðu verði á neðri hæðinni en gengið er niður í gegnum búðina og ég vil einnig vekja athygli á að ég fæ gott úrval af skíðavörum í desember. Þá getur fólk verslað bretta- og skíðapakka hjá mér og að sjálfsögðu alla fylgihluti.“