Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 15. júní 2002 kl. 01:08

Óskar forseti bæjarstjórnar og Reynir formaður bæjarráðs í Sandgerði

Sandgerðingar hafa kosið í nefndir og ráð fyrir komandi kjörtímabil. Þá hefur verið raðað niður í hin ýmsu embætti. Óskar Gunnarsson K-lista verður forseti bæjarstjórnar Sandgerðis. Reynir Sveinsson D-lista er fyrsti varaforseti og Sigurbjörg Eiríksdóttir annar varaforseti.Reynir Sveinsson, D-lista, er formaður bæjarráðs Sandgerðis og Óskar Gunnarsson, K-lista, er varaformaður. Þetta var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í Sandgerði í vikunni.
Tillaga var lögð fram af Ólafi Þór Ólafssyni, Þ-lista, um að fá seturétt í bæjarráði eftir sumarfrí í samræmi við 44. gr. um samþykktar um stjórn og fundarsköp. Með málfrelsi og tillögurétti. Bæjarstjórn Sandgerðis ákvað að fresta umræðu um tillögu Ólafs þar til í ágúst n.k.
Bæjarstjórn samþykkir að sumarleyfi bæjarstjórnar verði frá og með þessum fundi til 14. ágúst 2002.
Bæjarstjórn felur bæjarráði fullt og ótakmarkað umboð til að sjá um og afgreiða öll málefni bæjarstjórnar er snerta bæjarfélagið á tímabilinu 12.06.2002 til 14.08.2002, eða á meðan sumarfrí bæjarstjórnar stendur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024