Óskað eftir vettvangsheimsókn í kísilverið

Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata í Norðausturkjördæmi og fulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd, hefur óskað eftir því að umhverfis- og samgöngunefnd fari í vettvangsheimsókn í verksmiðju United Silicon í Helguvík eins fljótt og auðið er.

„Íbúar þessa ágæta sveitarfélags hafa búið við verulegan skort á lífsgæðum vegna mengunar frá þessari verksmiðju og kalla eftir aðgerðum. Það hlýtur að vera skylda okkar nefndarmanna að kynna okkur aðstæður á vettvangi,“ segir Einar.

Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, hefur lýst sig reiðubúinn til að taka á móti nefndinni.