Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 3. desember 2003 kl. 16:02

Óskað eftir umræðu um málefni öryrkja í bæjarstjórn

Óskað var eftir sérstakri umræðu um málefni öryrkja og þeirra sem verst eru settir í Reykjanesbæ á næsta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, en Sveindís Valdimarsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í félagsmálaráði Reykjanesbæjar óskaði eftir umræðunni. Í greinargerð með bókuninni segir að ástæðan fyrir beiðninni sé sú óvissa sem fjölmargir standi frammi fyrir á jólaföstunni um stöðu sína á húsnæðismarkaði vegna breytinga á félagslegu húsnæðiskerfi Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024