Fréttir

Óskað eftir tilboðum í gerð göngu- og hjólastígs
Séð yfir Grindavík.
Föstudagur 11. júlí 2014 kl. 08:42

Óskað eftir tilboðum í gerð göngu- og hjólastígs

- frá Bláa lóni að Gíghæð í Grindavík.

Grindavíkurbær óskar eftir tilboðum í gerð „göngu- og hjólastígs frá Bláa lóni að Gíghæð í Grindavík“.
Stígurinn er um 2.400 m langur og helstu magntölur eru fyllingar undir stíg um 2.200 m3, uppúrtekt um 1.200 m3 og 7 þveranir yfir lagnir. Verkkaupi leggur til fyllingarefni í verkið en sækja þarf efnið og mala í rétta kornastærð.
Framkvæmdum skal vera lokið fyrir 20. ágúst 2014.

Útboðgögn verða seld á kr. 2.000 frá og með mánudeginum 7. júlí 2014 á skrifstofu Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62 og tækniþjónustu S.Á. Hafnargötu 60, 230 Reykjanesbæ á skrifstofutíma. Tilboðum skal skila inn á skrifstofu Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, í lokuðu umslagi merktu viðkomandi verki fyrir kl: 11:00 mánudaginn 14. júlí 2014, þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra er þess óska.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Nánari upplýsingar fást hér.