Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óskað eftir tilboðum í færanlega viðbyggingu fyrir leikskóla
Viðbyggingin verður við húsið með rauða þakinu fremst á myndinni.
Þriðjudagur 16. janúar 2018 kl. 09:49

Óskað eftir tilboðum í færanlega viðbyggingu fyrir leikskóla

Reykjanesbær hefur óskað eftir tilboðum í um 585 fermetra viðbyggingu við núverandi byggingu að Skógarbraut 932 í Reykjanesbæ. Um er að ræða leikskólabyggingu. Verkið er fólgið í útvegun og byggingu viðbyggingar sem skal vera úr einingum sem auðvelt er að reisa og taka niður til uppsetningar annarsstaðar.
 
„Viðbygging skal vera úr gámaeiningum eða öðrum sambærilegum og jafngóðum einingum sem unnt skal vera að taka niður eftir uppsetningu og setja upp annarsstaðar ákveði verkkaupi svo seinna. Einingar eru gólf-, vegg- og þakeiningar skulu vera fullbúnar utan sem innan tilbúnar til notkunar eftir uppsetningu,“ segir í útboðsgögnum.
 
Útboðsgögn eru afhent á rafrænuformi en tilboð skulu hafa borist á skrifstofur umhverfissviðs Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 í Reykjanesbæ fyrir kl. 11:00 mánudaginn 29. janúar 2018 og verða tilboð opnuð þar á sama tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024