Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óskað eftir stuðningi ríkisins við Reykjanes geopark
Föstudagur 28. október 2016 kl. 10:07

Óskað eftir stuðningi ríkisins við Reykjanes geopark

-sitjum ekki við sama borð og önnur svæði

Bæjarstjórar á Reykjanesi funduðu með forsætisráðherra í síðustu viku þar sem óskað var eftir sambærilegum stuðningi við  Reykjanes Geopark og veittur hefur verið Kötlu Geopark en skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um fimm ára stuðning ríkisins að upphæð 100 milljónir við jarðvanginn.
Róbert Ragnarsson bæjarstjóri í Grindavík og formaður stjórnar Reykjanes Geopark skorar á frambjóðendur til Alþingis að gæta samræmis í framlögum milli svæða.

„Ég fagna því að ríkið hafi viðurkennt mikilvægi geoparka með þessu framlagi sem mun renna styrkum stoðum undir rekstur og framþróun Kötlu Geopark. Enn einu sinni fær Reykjanes hinsvegar þau skilaboð frá ríkinu að við sitjum ekki við sama borð og önnur svæði.“

Undir þetta tekur Eggert Sólberg Jónsson verkefnastjóri Reykjanes Unesco Global Geopark sem óskar Kötlu geopark til hamingju með tímabæra viðurkenningu ríkisins. Hann segist þó jafnframt ósáttur við að Reykjanes Geopark sé eina svæðið á lista UNESCO sem ekki er á fjárlögum. „Ég leyfi mér að vera sár út í forsætisráðherra og fyrsta þingmann Suðurkjördæmis sem segir að ekki standi til að styðja við Reykjanes Geopark á nokkurn hátt.“

Katla geopark var stofnaður árið 2010 og er fyrirmynd að Reykjanes geopark sem stofnaður var árið 2012 og hefur hlotið vottun UNESCO.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024