Óskað eftir björgunarsveitum frá Suðurnesjum
Óskað hefur verið eftir björgunarsveitum frá Suðurnesjum til leitar á Fimmvörðuhálsi. Þar er leitað að sænskum ferðalangi sem gat gert vart við sig í gærkvöldi en síðan þá hefur ekkert til hans heyrt.
Nú hefur verið sent boð á björgunarsveitir á Suðurnesjum þar sem óskað er eftir leitarhópum til að taka þátt í leit í fjalllendi. Þegar eru um 220 björgunarmenn á svæðinu en spáð er versnandi veðri á leitarsvæðinu.