Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óskað eftir áhugasömum aðilum um uppbyggingu við Hafnargötu
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 10. desember 2022 kl. 09:08

Óskað eftir áhugasömum aðilum um uppbyggingu við Hafnargötu

Bæjarráð Grindavíkurbæjar hefur óskað eftir áhugasömum aðilum um uppbyggingu á svæði við Hafnargötuna. Svæðið er skilgreint til verslunar og þjónustu á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018–2032, mikil uppbygging er fyrirhuguð við Hafnargötuna en þar stendur m.a. Kvikan, menningarhús Grindavíkur.

Á svæðinu/lóðinni er gert ráð fyrir starfsemi tengdri verslun og þjónustu, þ.m.t. hótel, gistiheimili, gistiskálar, veitingahús og skemmtistaðir.

Grindavíkurbær mun gera viljayfirlýsingu við þann aðila sem verður fyrir valinu og mun hún gilda í eitt ár og þarf viðkomandi þá að vera búinn að ljúka skipulagsvinnu, þ.e. breytingu á aðal- og deiliskipulagi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við mat á umsóknum verður horft til hugmynda umsækjenda um uppbyggingu, húsagerð, hvernig húsin falla að umhverfinu, hvaða starfsemi verði á lóðinni og hvernig hún muni styðja við verslun og þjónustu í Grindavík.

Að sögn Fannars Jónassonar, bæjarstjóra, þá kemur þetta til þar sem aðili óskaði eftir að kaupa lóð við Hafnargötu og til að gæta jafnræðis fannst bæjarráði rétt að auglýsa lóðina en umsóknarfrestur er til 6. desember.

Í fundargerð bæjarráðs fyrir stuttu kom fram að aðili hafi óskað eftir lóð á móti Hafnargötu 8 vegna fyrirhugaðrar byggingar á móteli/gistiheimili.

Mynd: Svæðið sem auglýst er til uppbyggingar er gulmerkt á myndinni.