Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

Óska framkvæmdaleyfis vegna lagningu ljósleiðara meðfram Suðurnesjalínu 1
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 26. nóvember 2022 kl. 06:20

Óska framkvæmdaleyfis vegna lagningu ljósleiðara meðfram Suðurnesjalínu 1

Ljósleiðarinn ehf. áformar að leggja ljósleiðara meðfram Suðurnesjalínu 1. Plægja þarf eða grafa ljósleiðararör í fyrirliggjandi vegslóða meðfram línunni og er þannig áformað að hreyfa ekki við óröskuðu landi. Tilgangur lagnarinnar er að auka öryggi almennrar fjarskiptaumferðar.

Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga tók málið fyrir á síðasta fundi. Afgreiðsla skipulagsnefndar er að Sveitarfélagið er ekki landeigandi á þessum hluta lagnaleiðarinnar en mun skoða veitingu framkvæmdaleyfis þegar þar að kemur og fyrir liggur samþykki allra landeigenda. Einnig er bent á öryggi lína m.t.t. náttúruvár á umræddi lagnaleið skv. náttúruvárskýrslu Háskóla Íslands.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25