Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óska eftir viðræðum um kaup á landi
Tanka sem merktir eru Ísaga má sjá við fjölmörg fyrirtæki t.d. í matvælaframleiðslu.
Fimmtudagur 15. október 2015 kl. 13:43

Óska eftir viðræðum um kaup á landi

- sem yrði úthlutað undir súrefnis- og köfnunarefnisframleiðslu

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að fela Ásgeiri Eiríkssyni bæjarstjóra að óska eftir viðræðum við meðeigendur sveitarfélagsins að landsvæði við Hraunholt í Vogum. Um er að ræða landsvæði sem Ísaga hefur óskað eftir undir súrefnis- og köfnunarefnisframleiðslu.

Á fundi bæjarráðs var jafnframt lagður fram kostnaðarútreikningur skipulags- og byggingafulltrúa vegna framkvæmdakostnaðar við Hraunholt, í tengslum við hugsanlega úthlutun lóðar á svæðinu til Ísaga ehf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024