Óska eftir upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn


Grindavík Experience sendi áskorun til bæjarráðs Grindavíkur um að hafa upplýsingamiðstöð allt árið en ferðamönnum í bæjarfélaginu hefur fjölgað töluvert undanfarin misseri. Geo Hotel er starfrækt í Grindavík ásamt fjölda annarra gististaða. Margir bæjarbúa eru ósáttir við að það engin upplýsingamiðstöð starfi í bæjarfélaginu þegar eftirspurn eftir slíkri þjónustu er það mikil.

Bæjarráð tók undir með Grindavík Experience varðandi mikilvægi þess að ferðamenn geti nálgast upplýsingar og hefur boðið fulltrúum Grindavík Experience til fundar ásamt stjórn Kvikunnar. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Grindavíkur þann 14. nóvember sl.