Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óska eftir undanþágu frá reglum um lágmarksíbúafjölda
Mánudagur 25. október 2021 kl. 07:54

Óska eftir undanþágu frá reglum um lágmarksíbúafjölda

Á fundi fjölskyldu- og velferðarráðs Suðurnesjabæjar nýverið var samþykkt að leggja til við bæjaryfirvöld að hafnar verði viðræður við sveitarfélögin á Suðurnesjum um samstarf um umdæmisráð barnaverndar. Jafnframt er lagt til að Suðurnesjabær sæki um undanþágu frá reglum um lágmarksíbúafjölda að baki barnaverndarþjónustu á grundvelli fagþekkingar á fjölskyldusviði. 

Ráðið samþykkti að vísa málinu áfram til bæjarráðs Suðurnesjabæjar. Þar var samþykkt að óska eftir viðræðum við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum um samstarf um umdæmisráð barnaverndar. Jafnframt var samþykkt að óskað verði eftir undanþágu frá reglum um lágmarksíbúafjölda að baki barnaverndarþjónustu á grundvelli fagþekkingar á fjölskyldusviði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024