Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Óska eftir tilboðum í gerð gatna við Flugvelli
Föstudagur 17. mars 2017 kl. 09:40

Óska eftir tilboðum í gerð gatna við Flugvelli

Reykjanesbær hefur óskað eftir tilboðum í gerð nýrra gatna við Flugvelli. Verkið er fólgið í uppúrtekt fyrir götum og lögnum, fyllingum í götustæði og yfir lagnir, söndun og lagningu fráveitulagna, lagningu lagna vegna götulýsingar, reisingu ljósastaura, útlagningu jöfnunarlags undir malbik, malbikun, tengingu lagna við núverandi lagnir og annað það sem kemur fram í uppdráttum, í verklýsingu og magnskrá.
 
Helstu magntölur eru uppúrtekt fyrir götum um 38.600 m³, fyllingar í götur um 34.000 m³, malbikun gatna 14.600 m², fráveitulagnir um 3400 m. 
Verki skal lokið eigi síðar en 31. júlí 2017.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024