Óska eftir prestkosningu í Keflavík
– og vilja séra Erlu Guðmundsdóttur í embættið
Hafin er söfnun undirskrifta þar sem þess er óskað að kosið verði um embætti sóknarprests við Keflavíkurkirkju. Þeir sem óska eftir kosningunni þurfa að skila inn lista með um 2000 nöfnum sóknarbarna í Keflavíkurkirkju. Þeir einir sem búsettir eru í póstnúmeri 230 eru sóknarbörn í Keflavíkurkirkju og geta tekið þátt í undirskiftasöfnuninni.
Í aðsendri grein á vef Víkurfrétta í dag frá fimm sóknarbörnum er sagt frá undirskriftasöfnuninni og jafnframt lýst stuðningi við séra Erlu Guðmundsdóttur í embættið.